Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira