„Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. ágúst 2020 20:48 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands Vísir/Baldur Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að athugun hafi farið fram á verðlagningu karfa og skjal þess efnis hafi farið fyrir úrskurðarnefndina. Samherji birti í gær myndband á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Í þættinum var vísað í skýrslu verðlagsstofu skiptaverðs og fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Fréttastofa óskaði eftir að fá umrædd skjöl frá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í dag. Yfirlýsing barst frá Verðlagsstofu skiptaverðs í framhaldinu og staðfest er að þar hafi upplýsingar verið teknar saman um karfaútflutning á umræddu tímabili og sendar til úrskurðarnefndarinnar. Þetta sé excel-skjal með töflu um allan útflutning á karfa á Íslandi. Ekki hafi verið skrifuð sérstök skýrsla. Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil segja að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ segir Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekur undir ummæli Sævars. „Hvort þetta er í skýrsluformi eða excel-skjali, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er að það sé ekki verið að svindla á sjómönnum í að borga lægra verð en mönnum ber að gera.“ „Við sáum það allir í úrskurðarnefndinni. Ég var með gögnin í höndunum þegar þátturinn var birtur og það var ekkert búið að eiga við tölurnar þar,“ segir Sævar. Guðmundur segir að Samherji hafi ekki brugðist við athugasemdum vegna málsins á sínum tíma. „Ef menn voru staðnir að verki þá löguðu menn það en í þessu tilfelli var það aldrei gert. Ekki svo ég viti til,“ segir Guðmundur. „Ég skil ekki þessa umræðu. Það vita það allir sem komu að þessu að þetta var svona.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að athugun hafi farið fram á verðlagningu karfa og skjal þess efnis hafi farið fyrir úrskurðarnefndina. Samherji birti í gær myndband á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Í þættinum var vísað í skýrslu verðlagsstofu skiptaverðs og fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Fréttastofa óskaði eftir að fá umrædd skjöl frá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í dag. Yfirlýsing barst frá Verðlagsstofu skiptaverðs í framhaldinu og staðfest er að þar hafi upplýsingar verið teknar saman um karfaútflutning á umræddu tímabili og sendar til úrskurðarnefndarinnar. Þetta sé excel-skjal með töflu um allan útflutning á karfa á Íslandi. Ekki hafi verið skrifuð sérstök skýrsla. Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil segja að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ segir Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekur undir ummæli Sævars. „Hvort þetta er í skýrsluformi eða excel-skjali, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er að það sé ekki verið að svindla á sjómönnum í að borga lægra verð en mönnum ber að gera.“ „Við sáum það allir í úrskurðarnefndinni. Ég var með gögnin í höndunum þegar þátturinn var birtur og það var ekkert búið að eiga við tölurnar þar,“ segir Sævar. Guðmundur segir að Samherji hafi ekki brugðist við athugasemdum vegna málsins á sínum tíma. „Ef menn voru staðnir að verki þá löguðu menn það en í þessu tilfelli var það aldrei gert. Ekki svo ég viti til,“ segir Guðmundur. „Ég skil ekki þessa umræðu. Það vita það allir sem komu að þessu að þetta var svona.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52