Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 13:20 Rafskútur Hopps eru komnar til Spánar. Mynd/Hopp Rafskútuleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. Íslendingar ættu að kannast við Rafskútuleiguna Hopp sem býður vegfarendum að leigja sér rafmagnsdrifin hlaupahjól eða skútur líkt og þær eru kallaðar til þess að ferðast um, en sprenging hefur orðið í vinsældum rafmagnshlaupahjóla undanfarna mánuði. Hopp virkar þannig að notendur geta leigt sér rafskútu í ákveðinn tíma og sérstöku símaforriti er hægt að sjá staðsetningu þeirra skúta sem í boði eru. Notendur geta svo gripið næstu lausa skútu og haldið af stað. Í tilkynningu frá Hopp á Íslandi segir að útibúið á Spáni sé á Orihuela Costa þar sem í fyrstu verða í boði 70 rafskútur. Opnunin er sem fyrr segir í samstarfi við GO2PLACE S.L sem fær sérleyfi á vörumerki og tækni Hopp í kringum leiguna. Félagið er að fullu í eigu Íslendinga. Vissara að hafa sóttvarnirnar á hreinu.Mynd/Hopp Þá leitar Hopp jafnframt að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á því að opna rekstur erlendis í gegnum sérleyfi frá Hopp, en þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn fyrir hlaupahjólum og forsendur fyrir að reka sérleyfi erlendis. Í samtali við Vísi segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, að markmiðið fyrirtækisins sé ekki að herja á stórborgir heimsins, líkt og stærstu rafskútuleigur heimsins geri. „Almennt er þetta þjónusta sem er bara aðgengileg í stórborgum. Við viljum herja á minni borgir, svæði þar sem búa á milli 50 þúsund og 500 þúsund íbúar,“ segir Eyþór Máni. Þannig sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, líkt og það er orðað í tilkynningu. Samgöngur Íslendingar erlendis Rafhlaupahjól Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira
Rafskútuleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. Íslendingar ættu að kannast við Rafskútuleiguna Hopp sem býður vegfarendum að leigja sér rafmagnsdrifin hlaupahjól eða skútur líkt og þær eru kallaðar til þess að ferðast um, en sprenging hefur orðið í vinsældum rafmagnshlaupahjóla undanfarna mánuði. Hopp virkar þannig að notendur geta leigt sér rafskútu í ákveðinn tíma og sérstöku símaforriti er hægt að sjá staðsetningu þeirra skúta sem í boði eru. Notendur geta svo gripið næstu lausa skútu og haldið af stað. Í tilkynningu frá Hopp á Íslandi segir að útibúið á Spáni sé á Orihuela Costa þar sem í fyrstu verða í boði 70 rafskútur. Opnunin er sem fyrr segir í samstarfi við GO2PLACE S.L sem fær sérleyfi á vörumerki og tækni Hopp í kringum leiguna. Félagið er að fullu í eigu Íslendinga. Vissara að hafa sóttvarnirnar á hreinu.Mynd/Hopp Þá leitar Hopp jafnframt að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á því að opna rekstur erlendis í gegnum sérleyfi frá Hopp, en þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn fyrir hlaupahjólum og forsendur fyrir að reka sérleyfi erlendis. Í samtali við Vísi segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, að markmiðið fyrirtækisins sé ekki að herja á stórborgir heimsins, líkt og stærstu rafskútuleigur heimsins geri. „Almennt er þetta þjónusta sem er bara aðgengileg í stórborgum. Við viljum herja á minni borgir, svæði þar sem búa á milli 50 þúsund og 500 þúsund íbúar,“ segir Eyþór Máni. Þannig sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, líkt og það er orðað í tilkynningu.
Samgöngur Íslendingar erlendis Rafhlaupahjól Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira