Rúmlega tíu þúsund krefjast nýrrar stjórnarskrár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 13:01 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur segir kröfuna skýra, að fólk vilji að ný stjórnarskrá verði tekin í gildi. Vísir Undirskriftasöfnun á vegum Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá er kominn með rúmlega 10.400 undirskriftir. Að sögn Katrínar Oddsdóttur, sem er ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni, hafa um fimm hundruð til þúsund nýjar undirskriftir bæst við á dag síðustu daga. „Samt hefur þetta ekkert verið auglýst því að þeir sem standa að þessu hafa enga peninga en það sem er svo fallegt er að það er að dreifast út þetta orð og ég held það hafi aldrei áður náðst viðlíka fjöldi, af því að þetta eru allt sannarlegar undirskriftir, fólk þarf að nota rafræn auðkenni til að geta skráð sig á listann,“ segir Kata í samtali við Vísi. Rafrænu undirskriftirnar geti þó valdið vissum vandræðum þó þær séu öruggar, þar sem einhverjir hafi lent í vandræðum með að skrá sig á listann. „Þetta sýnir hins vegar það að þessi krafa er mjög lifandi og það eru margir sem vilja fá þetta í gegn.“ Undirskriftalistinn verður opinn til 19. október og verður hann afhentur þann 20. október en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Við vildum fanga þessu afmæli sem er samt líka sorgarafmæli, að þetta hafi ekki verið virt,“ segir Kata. Markmiðið með undirskriftunum sé að gera það ljóst að það sé ekki í boði að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi boðar til og síðan séu niðurstöðurnar hundsaðar. „Við sjáum þetta kjörtímabil eftir kjörtímabil að Alþingi er ekki að leggja þessa nýju stjórnarskrá til grundvallar eins og því ber að gera miðað við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ „Við verðum að berjast fyrir því að hér sé í alvörunni lýðræði á þessu landi og að það sé ekki boðað til kosninga nema ætlunin sé að virða niðurstöður þeirra. Það myndi engum detta í hug að blásið væri til Alþingiskosninga og niðurstöðurnar hundsaðar. Þetta er alveg jafn alvarlegt,“ segir Kata. Gengið fram hjá vilja almennings Kominn sé tími til að ný stjórnarskrá verði tekin í gildi, enda henti stjórnarskráin ekki nútíma samfélagi. „Við burðumst hér með gamla danska stjórnarskrá frá lýðveldisstofnun að grunninum til sem hæfir alls ekki neinu nútímasamfélagi.“ „Við þurfum að fá auðlindaákvæði, vernd blaðamanna og uppljóstrara eins og sést svo berlega á nýjasta dæminu. Við þurfum auðvitað að fá alvöru náttúruvernd og beint lýðræði og persónukjör. Þetta eru risavaxnar umbætur fyrir samfélagið sem við getum ekki beðið eftir lengur og Alþingi virðist ófært um að klára málið,“ segir Kata. Að sögn Kötu er markmiðið að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er skilað en það eru um 10 prósent kjósenda. „Ef að nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi þá væri það nóg til að leggja fram frumvarp á Alþingi og við viljum sýna fram á það að það sé augljóst að það sé verið að ganga fram hjá lýðræðislegum vilja almennings með því að lögfesta ekki þessa nýju stjórnarskrá.“ Hægt er að nálgast undirskriftalistann hér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. 12. ágúst 2020 07:00 Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. 28. júlí 2020 12:16 Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Undirskriftasöfnun á vegum Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá er kominn með rúmlega 10.400 undirskriftir. Að sögn Katrínar Oddsdóttur, sem er ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni, hafa um fimm hundruð til þúsund nýjar undirskriftir bæst við á dag síðustu daga. „Samt hefur þetta ekkert verið auglýst því að þeir sem standa að þessu hafa enga peninga en það sem er svo fallegt er að það er að dreifast út þetta orð og ég held það hafi aldrei áður náðst viðlíka fjöldi, af því að þetta eru allt sannarlegar undirskriftir, fólk þarf að nota rafræn auðkenni til að geta skráð sig á listann,“ segir Kata í samtali við Vísi. Rafrænu undirskriftirnar geti þó valdið vissum vandræðum þó þær séu öruggar, þar sem einhverjir hafi lent í vandræðum með að skrá sig á listann. „Þetta sýnir hins vegar það að þessi krafa er mjög lifandi og það eru margir sem vilja fá þetta í gegn.“ Undirskriftalistinn verður opinn til 19. október og verður hann afhentur þann 20. október en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Við vildum fanga þessu afmæli sem er samt líka sorgarafmæli, að þetta hafi ekki verið virt,“ segir Kata. Markmiðið með undirskriftunum sé að gera það ljóst að það sé ekki í boði að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi boðar til og síðan séu niðurstöðurnar hundsaðar. „Við sjáum þetta kjörtímabil eftir kjörtímabil að Alþingi er ekki að leggja þessa nýju stjórnarskrá til grundvallar eins og því ber að gera miðað við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ „Við verðum að berjast fyrir því að hér sé í alvörunni lýðræði á þessu landi og að það sé ekki boðað til kosninga nema ætlunin sé að virða niðurstöður þeirra. Það myndi engum detta í hug að blásið væri til Alþingiskosninga og niðurstöðurnar hundsaðar. Þetta er alveg jafn alvarlegt,“ segir Kata. Gengið fram hjá vilja almennings Kominn sé tími til að ný stjórnarskrá verði tekin í gildi, enda henti stjórnarskráin ekki nútíma samfélagi. „Við burðumst hér með gamla danska stjórnarskrá frá lýðveldisstofnun að grunninum til sem hæfir alls ekki neinu nútímasamfélagi.“ „Við þurfum að fá auðlindaákvæði, vernd blaðamanna og uppljóstrara eins og sést svo berlega á nýjasta dæminu. Við þurfum auðvitað að fá alvöru náttúruvernd og beint lýðræði og persónukjör. Þetta eru risavaxnar umbætur fyrir samfélagið sem við getum ekki beðið eftir lengur og Alþingi virðist ófært um að klára málið,“ segir Kata. Að sögn Kötu er markmiðið að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er skilað en það eru um 10 prósent kjósenda. „Ef að nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi þá væri það nóg til að leggja fram frumvarp á Alþingi og við viljum sýna fram á það að það sé augljóst að það sé verið að ganga fram hjá lýðræðislegum vilja almennings með því að lögfesta ekki þessa nýju stjórnarskrá.“ Hægt er að nálgast undirskriftalistann hér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. 12. ágúst 2020 07:00 Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. 28. júlí 2020 12:16 Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. 12. ágúst 2020 07:00
Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. 28. júlí 2020 12:16
Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20