Biðin endalausa Hólmfríður Þórisdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:00 Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar