Samherji framleiðir eigin þætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:03 Samherji hefur lagst í þáttagerð til að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri. Vísir/Vilhelm Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað. Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað.
Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira