Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:21 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53