Ekkert pláss fyrir Bale og Rodriguez í Meistaradeildarhóp Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 07:00 Þessir tveir verða að öllum líkindum ekki í herbúðum Real þegar næsta tímabil hefst. David S. Bustamante/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid hefur gefið út hvaða 24 leikmenn muni ferðast með liðinu til Portúgal þar sem það mætir Manchester City í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Walesverjinn Gareth Bale og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez eru ekki þar á meðal. Our 24-man squad for the match against @ManCity!#RMUCL | #HalaMadrid pic.twitter.com/ybR3uqQDyP— Real Madrid C.F. (@realmadriden) August 5, 2020 Svo virðist sem dagar Bale séu taldir en mikið hefur verið fjallað um stirt samband hans og Zinedine Zidane, þjálfara liðsins. Bale hefur aðeins leikið 20 leiki á tímabilinu, verið í eilífum vandræðum með meiðsli og þá hefur mikið verið fjallað um áhugaleysi hans. Svo virðist sem Bale hafi meiri áhuga á að spila golf heldur en fótbolta. Það hefur reynst Real þrautin þyngri að losa sig við Bale en hann er talinn vera einn launahæsti leikmaður heims. Nú er hins vegar nær öruggt að Real muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma honum frá félaginu. Zidane hefur neglt síðasta naglann í kistu Bale með því að velja hann ekki í 24 manna leikmannahóp liðsins sem fer til Portúgal. James Rodriguez er annað stórt nafn sem er ekki í hópnum en hann er einnig talinn á förum frá félaginu í sumar. Mögulega til erkifjendanna í Atletico madrid. Eftir að hafa verið á láni hjá þýska liðinu Bayern Munich frá 2017 til 2019 spilaði Kólumbíumaðurinn aðeins 14 leiki með Real í öllum keppnum í vetur. Eina nafnið sem vekur athygli að vanti í 24 manna hóp Real er Mariano Díaz en hann á þó að öllum líkindum enn framtíð fyrir sér hjá félaginu. Hann greindist hins vegar með Covid-19 á dögunum og fer því ekki með liðinu til Portúgal. Real Madrid tapaði 2-1 fyrir Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en síðari leikur liðanna fer fram á föstudaginn kemur klukkan 19:00. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Spænska stórveldið Real Madrid hefur gefið út hvaða 24 leikmenn muni ferðast með liðinu til Portúgal þar sem það mætir Manchester City í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Walesverjinn Gareth Bale og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez eru ekki þar á meðal. Our 24-man squad for the match against @ManCity!#RMUCL | #HalaMadrid pic.twitter.com/ybR3uqQDyP— Real Madrid C.F. (@realmadriden) August 5, 2020 Svo virðist sem dagar Bale séu taldir en mikið hefur verið fjallað um stirt samband hans og Zinedine Zidane, þjálfara liðsins. Bale hefur aðeins leikið 20 leiki á tímabilinu, verið í eilífum vandræðum með meiðsli og þá hefur mikið verið fjallað um áhugaleysi hans. Svo virðist sem Bale hafi meiri áhuga á að spila golf heldur en fótbolta. Það hefur reynst Real þrautin þyngri að losa sig við Bale en hann er talinn vera einn launahæsti leikmaður heims. Nú er hins vegar nær öruggt að Real muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma honum frá félaginu. Zidane hefur neglt síðasta naglann í kistu Bale með því að velja hann ekki í 24 manna leikmannahóp liðsins sem fer til Portúgal. James Rodriguez er annað stórt nafn sem er ekki í hópnum en hann er einnig talinn á förum frá félaginu í sumar. Mögulega til erkifjendanna í Atletico madrid. Eftir að hafa verið á láni hjá þýska liðinu Bayern Munich frá 2017 til 2019 spilaði Kólumbíumaðurinn aðeins 14 leiki með Real í öllum keppnum í vetur. Eina nafnið sem vekur athygli að vanti í 24 manna hóp Real er Mariano Díaz en hann á þó að öllum líkindum enn framtíð fyrir sér hjá félaginu. Hann greindist hins vegar með Covid-19 á dögunum og fer því ekki með liðinu til Portúgal. Real Madrid tapaði 2-1 fyrir Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en síðari leikur liðanna fer fram á föstudaginn kemur klukkan 19:00.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira