Starship flogið á loft og lent aftur Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 15:29 Starship á flugi yfir strönd Texas í Bandaríkjunum. Vísir/SpaceX Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Geimfarið fór einungis í 150 metra hæð áður en það lenti og tók flugið einungis 45 sekúndur. Eftir að SpaceX varð fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim í síðasta mánuði var ákvörðun tekin um að setja þróun Starship í forgang. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og Mars. Frumgerðin sem um ræðir er sú fimmta sem SpaceX þróar en hinar hafa allar sprungið í loft upp. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir á Twitter að þróun Starship hafi náð auknum hraða og að til standi að framkvæma frekari prófanir á næstunni. Þróunin er þó langt á eftir þeirri áætlun sem Musk setti fyrirtækinu í september. Þá sagði Musk í fyrra að Starship ætti að fljúga innan nokkurra mánaða og að geimfarið ætti að ná á braut jörðu á hálfu ári Hann ítrekaði þó að sú áætlun væri mjög svo bjartsýn. Jafnvel galin. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan virðist sem að flugferðin í gær hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í upphafi virðist brak takast á loft og þegar geimfarið lendir virðist sem að eldur hafi kviknaði í vélinni. SpaceX hefur þó lítið sagt um tilraunaflugið í gær. SpaceX Geimurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Geimfarið fór einungis í 150 metra hæð áður en það lenti og tók flugið einungis 45 sekúndur. Eftir að SpaceX varð fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim í síðasta mánuði var ákvörðun tekin um að setja þróun Starship í forgang. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og Mars. Frumgerðin sem um ræðir er sú fimmta sem SpaceX þróar en hinar hafa allar sprungið í loft upp. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir á Twitter að þróun Starship hafi náð auknum hraða og að til standi að framkvæma frekari prófanir á næstunni. Þróunin er þó langt á eftir þeirri áætlun sem Musk setti fyrirtækinu í september. Þá sagði Musk í fyrra að Starship ætti að fljúga innan nokkurra mánaða og að geimfarið ætti að ná á braut jörðu á hálfu ári Hann ítrekaði þó að sú áætlun væri mjög svo bjartsýn. Jafnvel galin. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan virðist sem að flugferðin í gær hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í upphafi virðist brak takast á loft og þegar geimfarið lendir virðist sem að eldur hafi kviknaði í vélinni. SpaceX hefur þó lítið sagt um tilraunaflugið í gær.
SpaceX Geimurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira