Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 06:33 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SF. Vísir/Arnar Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum. Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira