Wayne Rooney gagnrýnir Sir Alex Ferguson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 20:00 Rooney í úrslitaleiknum 2011 sem fram fór á Wembley í Englandi. Vísir/Getty Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times. Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum. „Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni. Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast. „Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur. „Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum. Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times. Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum. „Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni. Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast. „Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur. „Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum. Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira