„Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 12:27 Davíð Þorláksson er forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Samtök Atvinnulífsins Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. Það hafi þó verið grundvallarforsenda fyrir framtíðarhorfur Icelandair að samningar myndu nást við flugliða og því hafi þurft að leita annarra leiða þar sem ekki var útlit fyrir að samningar myndu nást við Flugfreyjufélag Íslands. Flugfreyjufélagið og Icelandair fóru aftur að samningaborðinu degi eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og tilkynnti að það yrði að leita annarra leiða. Nýr samningur var svo undirritaður aðfaranótt 19. júlí og var sá samningur samþykktur með 83,5 prósent atkvæða þann 27. júlí. „Þetta var svo sannarlega ekki það sem menn kusu að gera, en hvað annað eiga menn að gera? Þetta var fullkomlega löglegt með öllum hætti en það hefði verið betra ef félagsmenn í Flugfreyjufélaginu hefðu samþykkt fyrri samning sem lá á borðinu og samninganefnd og stjórn skrifuðu undir. Það hefði verið best fyrir alla ef það hefði verið gert.“ Davíð segir stöðuna einfalda; það sé öllum ljóst að félagið sé að róa lífróður og það þurfi að breyta kostnaðarmódeli sínu líkt og önnur flugfélög til þess að vera samkeppnishæft. Þar spili launakostnaður stórt hlutverk. „Því hærri sem kostnaður þinn er – þar á meðal launakostnaður – því hærri verð verður þú að bjóða upp á og því verr gengur þér í samkeppni. British Airways er til dæmis búið að segja upp öllum sínum flugliðum og ætlar að endurráða hluta á 50 prósent lægri launum,“ segir Davíð en bætti þó við að það stæði ekki til að fara sömu leið hjá Icelandair. Erfitt að halda því fram að flugliðar séu illa launaðir Að sögn Davíðs var staðan hjá félaginu erfið fyrir. Ofan á það bættist svo faraldur kórónuveirunnar sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna, þar með talið Icelandair. Því hafi þurft að bregðast sérstaklega við því og semja við starfsfólk Icelandair. „Það er búið að semja við flugmenn sem eykur hagkvæmnina og það er búið að semja við flugvirkja. Flugliðar stóðu eftir og voru ekki til í að haggast neitt með þessa hluti sem voru nauðsynlegir til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækisins áfram.“ Hann segir stöðu flugliða vera sérstaka í ljósi þess að hvert flugfélag var með kjarasamning fyrir sína flugliða. Til að mynda hafi verið töluverður munur á launum flugliða hjá Icelandair og WOW og í ofanálag sé stefnt að því að launakostnaður Play air verði enn lægri. Því sé erfitt að fullyrða að flugliðar hjá Icelandair hafi verið á lágum launum. „Staðan hjá flugliðum er sú að þar er fólk með þriggja til fimm ára háskólanám að baki. Þar eru kennarar, hjúkrunarfræðingar og lögfræðingar jafnvel að vinna sem flugliðar. Ég man ekki nýjustu tölurnar en um hvert starf sækja kannski tíu eða hundrað. Því fer fjarri að þetta séu illa borguð laun,“ segir Davíð og spyr hvort markmiðið sé að háskólamenntaðir sæki í störf sem krefjast ekki slíkrar menntunar. „Er það jákvætt fyrir samfélagið að við séum að fjárfesta í menntun fyrir fólk sem fer til starfa sem þarfnast ekki slíkrar menntunar? Mér finnst það svolítið sérstakt að það sé eitthvað markmið í sjálfu sér.“ Icelandair Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. Það hafi þó verið grundvallarforsenda fyrir framtíðarhorfur Icelandair að samningar myndu nást við flugliða og því hafi þurft að leita annarra leiða þar sem ekki var útlit fyrir að samningar myndu nást við Flugfreyjufélag Íslands. Flugfreyjufélagið og Icelandair fóru aftur að samningaborðinu degi eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og tilkynnti að það yrði að leita annarra leiða. Nýr samningur var svo undirritaður aðfaranótt 19. júlí og var sá samningur samþykktur með 83,5 prósent atkvæða þann 27. júlí. „Þetta var svo sannarlega ekki það sem menn kusu að gera, en hvað annað eiga menn að gera? Þetta var fullkomlega löglegt með öllum hætti en það hefði verið betra ef félagsmenn í Flugfreyjufélaginu hefðu samþykkt fyrri samning sem lá á borðinu og samninganefnd og stjórn skrifuðu undir. Það hefði verið best fyrir alla ef það hefði verið gert.“ Davíð segir stöðuna einfalda; það sé öllum ljóst að félagið sé að róa lífróður og það þurfi að breyta kostnaðarmódeli sínu líkt og önnur flugfélög til þess að vera samkeppnishæft. Þar spili launakostnaður stórt hlutverk. „Því hærri sem kostnaður þinn er – þar á meðal launakostnaður – því hærri verð verður þú að bjóða upp á og því verr gengur þér í samkeppni. British Airways er til dæmis búið að segja upp öllum sínum flugliðum og ætlar að endurráða hluta á 50 prósent lægri launum,“ segir Davíð en bætti þó við að það stæði ekki til að fara sömu leið hjá Icelandair. Erfitt að halda því fram að flugliðar séu illa launaðir Að sögn Davíðs var staðan hjá félaginu erfið fyrir. Ofan á það bættist svo faraldur kórónuveirunnar sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna, þar með talið Icelandair. Því hafi þurft að bregðast sérstaklega við því og semja við starfsfólk Icelandair. „Það er búið að semja við flugmenn sem eykur hagkvæmnina og það er búið að semja við flugvirkja. Flugliðar stóðu eftir og voru ekki til í að haggast neitt með þessa hluti sem voru nauðsynlegir til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækisins áfram.“ Hann segir stöðu flugliða vera sérstaka í ljósi þess að hvert flugfélag var með kjarasamning fyrir sína flugliða. Til að mynda hafi verið töluverður munur á launum flugliða hjá Icelandair og WOW og í ofanálag sé stefnt að því að launakostnaður Play air verði enn lægri. Því sé erfitt að fullyrða að flugliðar hjá Icelandair hafi verið á lágum launum. „Staðan hjá flugliðum er sú að þar er fólk með þriggja til fimm ára háskólanám að baki. Þar eru kennarar, hjúkrunarfræðingar og lögfræðingar jafnvel að vinna sem flugliðar. Ég man ekki nýjustu tölurnar en um hvert starf sækja kannski tíu eða hundrað. Því fer fjarri að þetta séu illa borguð laun,“ segir Davíð og spyr hvort markmiðið sé að háskólamenntaðir sæki í störf sem krefjast ekki slíkrar menntunar. „Er það jákvætt fyrir samfélagið að við séum að fjárfesta í menntun fyrir fólk sem fer til starfa sem þarfnast ekki slíkrar menntunar? Mér finnst það svolítið sérstakt að það sé eitthvað markmið í sjálfu sér.“
Icelandair Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54