„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. ágúst 2020 10:56 Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði á óformlegri setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira