Víðir og Þórólfur styttu sumarfríin Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 20:11 Víðir og Þórólfur fóru í stutt sumarfrí en voru þó í stöðugum samskiptum við viðbragðsteymið á meðan því stóð. Vísir/Vilhelm Vegna fjölgunar smita í samfélaginu ákváðu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að stytta sumarfríin sín og snúa aftur til vinnu. Víðir var á blaðamannafundi í dag þar sem hertar aðgerðir voru kynntar og Þórólfur mun mæta á upplýsingafund almannavarna á morgun. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi en mbl.is hafði greint frá því í kvöld að Þórólfur myndi snúa aftur á morgun. Fyrir viku síðan fór 88. upplýsingafundur almannavarna fram og átti sá fundur að vera sá síðasti í bili. Því blasti kærkomið sumarfrí við þeim félögum, en það entist ekki lengi þegar smitum fór að fjölga á ný. Boðað var aftur til upplýsingafundar á þriðjudag. Vegna faraldursins var þó ljóst að þeir yrðu aldrei í hefðbundnu sumarfríi og voru þeir í stöðugum samskiptum við viðbragðsteymið í þá fáu daga sem þeir voru í burtu. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Líkt og áður sagði mun Þórólfur vera á upplýsingafundi almannavarna á morgun en fundurinn verður í beinni útsendingu á morgun klukkan 14. Jóhann segir að landsmenn megi búast við fleiri upplýsingafundum nú þegar smitum er farið að fjölga á ný. „Upplýsingamiðlun er lykilatriði í þeirri stöðu sem er uppi núna. Það verður upplýsingafundur á morgun og við gerum ráð fyrir því að það verði fleiri upplýsingafundir á næstunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Vegna fjölgunar smita í samfélaginu ákváðu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að stytta sumarfríin sín og snúa aftur til vinnu. Víðir var á blaðamannafundi í dag þar sem hertar aðgerðir voru kynntar og Þórólfur mun mæta á upplýsingafund almannavarna á morgun. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi en mbl.is hafði greint frá því í kvöld að Þórólfur myndi snúa aftur á morgun. Fyrir viku síðan fór 88. upplýsingafundur almannavarna fram og átti sá fundur að vera sá síðasti í bili. Því blasti kærkomið sumarfrí við þeim félögum, en það entist ekki lengi þegar smitum fór að fjölga á ný. Boðað var aftur til upplýsingafundar á þriðjudag. Vegna faraldursins var þó ljóst að þeir yrðu aldrei í hefðbundnu sumarfríi og voru þeir í stöðugum samskiptum við viðbragðsteymið í þá fáu daga sem þeir voru í burtu. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Líkt og áður sagði mun Þórólfur vera á upplýsingafundi almannavarna á morgun en fundurinn verður í beinni útsendingu á morgun klukkan 14. Jóhann segir að landsmenn megi búast við fleiri upplýsingafundum nú þegar smitum er farið að fjölga á ný. „Upplýsingamiðlun er lykilatriði í þeirri stöðu sem er uppi núna. Það verður upplýsingafundur á morgun og við gerum ráð fyrir því að það verði fleiri upplýsingafundir á næstunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira