Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 23:49 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Getty/Chip Somodevilla Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira