Bandarískur forstjóri flutti fjölskylduna til Íslands þar sem börnin geta verið frjáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. júlí 2020 19:05 Kevin Laws, forstjóri AngelList. Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira