Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2020 12:16 Sveinn Björnsson fyrsti forseti Íslands lést í embætti eftir átta ára setu í embætti. Af öðrum fyrrverandi forsetum er Kristján Eldjárn sá eini sem ekki bauð sig oftar fram en þrisvar og sat á Bessastöðum í tólf ár. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira