Leigubílaferðirnar enduðu í fangaklefa Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:29 Síðasti áfangastaður mannsins var í fangaklefa. Vísir/vilhelm Lögreglan segist tvívegis hafa aðstoðað leigubílstjóra í borginni vegna sama mannsins sem neitaði að greiða fargjaldið. Í fyrra skiptið er hann sagður hafa verið í slagtogi við annan mann um kvöldmatarleytið í gær en þeir báðir þveirneitað að borga fyrir farið. Ekki er tekið fram í dagbók lögreglu hvernig tókst að leysa úr þessu, hvort mennirnir hafi að endingu borgað eða hvort þeim hafi tekist að hlaupa á brott. Lögreglan segir hins vegar að hún hafi haft hendur í hári annars mannsins þegar hann ætlaði sér að leika sama leik síðar um kvöldið. Hann hafi stigið upp í leigubíl en neitað að greiða fyrir skutlið og því hafi lögreglan aftur verið kölluð til. Næsti áfangastaður mannsins var því fangaklefi að sögn lögreglunnar, þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Tvö umferðarslys komu jafnframt inn á borð lögreglunnar í nótt. Bæði slysin urðu þegar tveir bílar skullu saman, annars vegar í vesturbæ Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Flytja þurfti einn á spítala eftir fyrrnefnda slysið en betur fór í því síðarnefnda. Allir fjórir bílarnir voru svo illa leiknir eftir slysin tvö að draga þurfti þá alla á brott með dráttarbíl. „Nokkrar tilkynningar komu í gærkvöldi um unglinga að aka ógætilega á vespum við Breiðholtsskóla. Svipaðar tilkynningar hafa verið að koma mjög reglulega inn á borð hjá lögreglu síðustu daga og vill lögregla brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín um að fara varlega á vespum eða sambærilegum ökutækjum,“ segir að sama skapi í dagbók lögreglunnar. Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Lögreglan segist tvívegis hafa aðstoðað leigubílstjóra í borginni vegna sama mannsins sem neitaði að greiða fargjaldið. Í fyrra skiptið er hann sagður hafa verið í slagtogi við annan mann um kvöldmatarleytið í gær en þeir báðir þveirneitað að borga fyrir farið. Ekki er tekið fram í dagbók lögreglu hvernig tókst að leysa úr þessu, hvort mennirnir hafi að endingu borgað eða hvort þeim hafi tekist að hlaupa á brott. Lögreglan segir hins vegar að hún hafi haft hendur í hári annars mannsins þegar hann ætlaði sér að leika sama leik síðar um kvöldið. Hann hafi stigið upp í leigubíl en neitað að greiða fyrir skutlið og því hafi lögreglan aftur verið kölluð til. Næsti áfangastaður mannsins var því fangaklefi að sögn lögreglunnar, þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Tvö umferðarslys komu jafnframt inn á borð lögreglunnar í nótt. Bæði slysin urðu þegar tveir bílar skullu saman, annars vegar í vesturbæ Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Flytja þurfti einn á spítala eftir fyrrnefnda slysið en betur fór í því síðarnefnda. Allir fjórir bílarnir voru svo illa leiknir eftir slysin tvö að draga þurfti þá alla á brott með dráttarbíl. „Nokkrar tilkynningar komu í gærkvöldi um unglinga að aka ógætilega á vespum við Breiðholtsskóla. Svipaðar tilkynningar hafa verið að koma mjög reglulega inn á borð hjá lögreglu síðustu daga og vill lögregla brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín um að fara varlega á vespum eða sambærilegum ökutækjum,“ segir að sama skapi í dagbók lögreglunnar.
Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira