Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. júlí 2020 15:04 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðjum kjaradeilum. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52
Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17