Covid-berinn grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:50 Kim Jong Un á neyðarfundi í gær. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira