Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2020 10:47 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur. Hún hefur mátt sæta ásökunum að undanförnu sem snúast um að hún vilji grafa undan lögreglustjóranum. Alda Hrönn vísar þessu alfarið á bug. stöð 2 Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. Þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu, svohljóðandi: „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Stöð 2 og Vísir fjölluðu ítarlega um samskiptaerfiðleika innan embættisins í gær en þar kemur fram að þau fjögur vilji fá Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra frá. Vísir ræddi við Helga nú fyrir hádegi, þá til að inna hann eftir því hvað það væri nákvæmlega sem rangt væri í því sem fram hefur komið en hann sagði að málið væri viðkvæmt. Helgi Þ Kristjánsson er mannauðsstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum. Helgi hafnar því alfarið að hann ásamt Öldu Hrönn yfirlögfræðingi, Pétri fjármálastjóra og Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjóni hafi grafið undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Og á þessu stigi hafi þau fjögur ákveðið að tjá sig ekki umfram það sem fram kemur í hinni stuttu yfirlýsingu. Þau beri hag embættisins fyrir brjósti og telja ekki vert að fara í hártoganir um einstök atriði. Málefni lögregluembættisins á Suðurnesjum hafa verið til rannsóknar af hálfu ráðgjafafyrirtækisins Attentus – mannauður og ráðgjöf. Eftir því sem næst verður komist hefur verið unnin skýrsla og er hún nú til skoðunar innan veggja dómsmálaráðuneytisins. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Vísis í gær hafa kvartanir sem snýr að þeim fjórum verið lagðar fram á fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ásamt þremur öðrum ráðuneytismönnum. Víst er að loft er lævi blandið innan lögreglunnar suður með sjó og horfa hlutaeigandi nú til ráðherra; til hvaða ráða hún mun grípa. En ljóst er að á einhverja hnúta þarf að höggva.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira