Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:04 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við. Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við.
Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58