Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 22:26 Carrie Lam tilkynnti um hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hana má sjá slagorðið „Verjumst veirunni!“ stórum stöfum. Qin Louyue/Getty Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira