Segir „grimmilega aðför“ Icelandair að FFÍ óskiljanlegan afleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 20:09 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman. Kjaramál Icelandair Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman.
Kjaramál Icelandair Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira