John Lewis látinn Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 08:25 John Lewis var 80 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Getty John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi. Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi.
Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“