Vill að smálánamenn brenni vítislogum Jakob Bjarnar skrifar 17. júlí 2020 11:24 Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, vandar smálánafyrirtækjum ekki kveðjurnar í grein sem hann birtir í Morgunblaðinu. Þar bendir hann á að eftir nákvæma rannsókn á dómasöfnum héraðsdómstóla komi í ljós að ekki hefur gengið einn einasti dómur um réttmæti kröfuræktar í smá lánum. „Það er í raun undrunarefni þar sem lagarundvöllur kröfunnar er mjög veikur. Ef til innheimtu kemur er sennilega aðeins hinn upphaflegi höfðustóll innheimtanlegur. Það er svo annað mál hvort lántaki er borgunarmaður, jafnvel fyrir þeirri kröfu. Réttarfarskostnaður af óinnheimtanlegri kröfu lendir óhjákvæmilega á smálánafyrirtækinu og lögsmámenninu, sem leggur stund á svo göfuga innheimtu,“ segir í grein Vilhjálms. Creditinfo á vafasömu róli Vilhjálmur telur það að færa vanskil þessara krafna í miðlæga vanskilaskrá hjá Creditinfo mjög vafasamt þar sem ekki hefur verið dæmt um lögmæti slíkra krafna. „Það að Creditinfo taki við kröfunum, sem lýstar eru í vanskilum hjá hinum og þessum er í meira lagi vafasamt. Það er einnig áhyggjuefni og enn vafasamara ef Creditinfo hefur starfsleyfi á grundvelli löggjafar sem er úr gildi fallin. Hvar er Persónuvernd nú?“ spyr Vilhjálmur. Þingmaðurinn fyrrverandi birtir skjáskot af greininni á Facebook-síðu sinni og fylgir henni úr hlaði með bölbænum: „Það ættu að verða örlög lögsmámenna, sem notfæra sér neyð og bágindi annarra við innheimtu smálána, að fara í hið neðra og brenna þar vítislogum á teinum og rotna svo í mógröf, til efsta dags, og ná aldrei augliti guðs.“ Íslenskir bankar taka þátt í óhæfunni Og víst er að Vilhjálmur sparar sig hvergi í greininni heldur. Hann segir smálán í raun hrakval. Og fyrirtækin velji lakasta hóp viðskiptavina með mikla tapáhættu og mega því gera ráð fyrir miklum afföllum í útlánum. Og Vilhjálmur vill meina að ýmsir séu samsekir, vitorðsmenn í þessari starfsemi sem hann telur hina mestu óhæfu. Þau smálán, sem verst er við að eiga, eru þar sem lántaki heimilar lánveitanda að skuldfæra kröfur sem lent hafa í kröfurækt hjá „lögsmámennum“ eins og Vilhjálmur kallar þá sem leggja slíka starfsemi fyrir sig. Hann segir bankar og/eða greiðslukortafyrirtæki sem heimila slíka skuldfærslu á vafasamri braut. Og lögmaður sem einungis stundar innheimtu er ómerkur lögmaður, að mati Vilhjálms. „Smálánafyrirtæki eru núna byggð á tækni. Snjallsími er nauðsynlegur og aðgangur að banka. Kröfur smálánafyrirtækja koma fram í heimabanka lántaka. Því þarf íslenskan banka til að vinna óhæfuverkin fyrir smálánafyrirtækin. Sparisjóður Strandamanna gegnir því hlutverki, enda viðskiptamenn að sunnan ávallt til fjár.“ Smálán Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. 24. júní 2020 13:21 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, vandar smálánafyrirtækjum ekki kveðjurnar í grein sem hann birtir í Morgunblaðinu. Þar bendir hann á að eftir nákvæma rannsókn á dómasöfnum héraðsdómstóla komi í ljós að ekki hefur gengið einn einasti dómur um réttmæti kröfuræktar í smá lánum. „Það er í raun undrunarefni þar sem lagarundvöllur kröfunnar er mjög veikur. Ef til innheimtu kemur er sennilega aðeins hinn upphaflegi höfðustóll innheimtanlegur. Það er svo annað mál hvort lántaki er borgunarmaður, jafnvel fyrir þeirri kröfu. Réttarfarskostnaður af óinnheimtanlegri kröfu lendir óhjákvæmilega á smálánafyrirtækinu og lögsmámenninu, sem leggur stund á svo göfuga innheimtu,“ segir í grein Vilhjálms. Creditinfo á vafasömu róli Vilhjálmur telur það að færa vanskil þessara krafna í miðlæga vanskilaskrá hjá Creditinfo mjög vafasamt þar sem ekki hefur verið dæmt um lögmæti slíkra krafna. „Það að Creditinfo taki við kröfunum, sem lýstar eru í vanskilum hjá hinum og þessum er í meira lagi vafasamt. Það er einnig áhyggjuefni og enn vafasamara ef Creditinfo hefur starfsleyfi á grundvelli löggjafar sem er úr gildi fallin. Hvar er Persónuvernd nú?“ spyr Vilhjálmur. Þingmaðurinn fyrrverandi birtir skjáskot af greininni á Facebook-síðu sinni og fylgir henni úr hlaði með bölbænum: „Það ættu að verða örlög lögsmámenna, sem notfæra sér neyð og bágindi annarra við innheimtu smálána, að fara í hið neðra og brenna þar vítislogum á teinum og rotna svo í mógröf, til efsta dags, og ná aldrei augliti guðs.“ Íslenskir bankar taka þátt í óhæfunni Og víst er að Vilhjálmur sparar sig hvergi í greininni heldur. Hann segir smálán í raun hrakval. Og fyrirtækin velji lakasta hóp viðskiptavina með mikla tapáhættu og mega því gera ráð fyrir miklum afföllum í útlánum. Og Vilhjálmur vill meina að ýmsir séu samsekir, vitorðsmenn í þessari starfsemi sem hann telur hina mestu óhæfu. Þau smálán, sem verst er við að eiga, eru þar sem lántaki heimilar lánveitanda að skuldfæra kröfur sem lent hafa í kröfurækt hjá „lögsmámennum“ eins og Vilhjálmur kallar þá sem leggja slíka starfsemi fyrir sig. Hann segir bankar og/eða greiðslukortafyrirtæki sem heimila slíka skuldfærslu á vafasamri braut. Og lögmaður sem einungis stundar innheimtu er ómerkur lögmaður, að mati Vilhjálms. „Smálánafyrirtæki eru núna byggð á tækni. Snjallsími er nauðsynlegur og aðgangur að banka. Kröfur smálánafyrirtækja koma fram í heimabanka lántaka. Því þarf íslenskan banka til að vinna óhæfuverkin fyrir smálánafyrirtækin. Sparisjóður Strandamanna gegnir því hlutverki, enda viðskiptamenn að sunnan ávallt til fjár.“
Smálán Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. 24. júní 2020 13:21 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Vilja láta endurskoða starfsleyfi Creditinfo Neytendasamtökin og Alþýðusambands Íslands gera alvarlegar athugasemdir í umsögn sinni til persónuverndar um starfsleyfi Creditinfo. Samtökin telja öfuga sönnunarbyrði ekki samræmast gildum réttarríkis og vilja láta endurskoða starfsleyfi fyrirtækisins. 24. júní 2020 13:21
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54
Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55