Þjóðhátíð formlega aflýst Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 15:44 Engin formleg dagskrá verður í Herjólfsdal í ár, að minnsta kosti ekki á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/sigurjón Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira