Veröld sem var Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:00 Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaramál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun