95 prósent umsækjenda um alþjóðlega vernd eru barnafjölskyldur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2020 20:00 Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að landamærin opnuðu um miðjan júní. Vísir/Vilhelm Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“ Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“
Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32
Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41