Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 18:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum. Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum.
Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira