Pólverjar kjósa sér forseta í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 13:16 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag. Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.
Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48