Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 19:33 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningunum sem Haraldur gerði við umrædda lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45
Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17
Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent