Hafa boðið starfsmönnum vinnu í öðrum fangelsum Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 16:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“ Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“
Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23