Áfrýja ekki leikbanni Dier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 17:30 Mourinho sér ekki tilgang með því að áfrýja leikbanni Dier. Catherine Ivill/Getty Images Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10