Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sylvía Hall skrifa 8. júlí 2020 10:12 Sakborningarnir voru handteknir við Hvalfjarðargöng Vísir/Vilhelm Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. Sex, þar á meðal Jaroslava voru ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Fólkið, fimm karlar og Jaroslava, voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Alls hljóta fjórir fjögurra ára fangelsisdóm og einn þriggja ára fangelsisdóm, auk Jaroslövu, fyrir aðild sína að málinu. Sakborningarnir þurfa að greiða 3,6 milljónir í sakarkostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir, fjórir pólskir karlar og tveir íslenskir ríkisborgarar, voru grunuð um að hafa framleitt efnið alveg frá grunni. Þá voru þrír af pólsku mönnunum sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Lögmaður eins sakbornings staðfesti að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. Sex, þar á meðal Jaroslava voru ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Fólkið, fimm karlar og Jaroslava, voru handtekin á tveimur bílum við göngin snemma dags 29. febrúar á leið þeirra frá sumarbústaði í Borgarfirði þar sem þau höfðu unnið við framleiðslu amfetamíns. Alls hljóta fjórir fjögurra ára fangelsisdóm og einn þriggja ára fangelsisdóm, auk Jaroslövu, fyrir aðild sína að málinu. Sakborningarnir þurfa að greiða 3,6 milljónir í sakarkostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir, fjórir pólskir karlar og tveir íslenskir ríkisborgarar, voru grunuð um að hafa framleitt efnið alveg frá grunni. Þá voru þrír af pólsku mönnunum sakfelldir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd þar sem þeir voru grunaðir um að hafa sturtað skaðlegum efnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum bústaðinn og valdið hættu á umhverfistjóni. Lögmaður eins sakbornings staðfesti að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira