Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53
„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55