Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 21:55 Nýjustu vendingar í vörnum landsins gegn Covid-19, það að Kári Stefánsson hafi dregið fyrirtæki sitt út úr verkefninu, valda Birni Inga verulegum áhyggjum. Hann mun spyrja Þórólf Guðnason sóttvarnalækni spjörunum úr á morgun. visir/vilhelm Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45