Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2020 21:28 Ægisif er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. H'un var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Eftir að Tyrkjaveldi lagði Miklagarð undir sig á 15. öld var kirkjunni breytt í mosku. Hún hefur verið safn frá því á 4. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands liggur nú undir feldi vegna kröfu um að þessu helsta kennileiti Istanbúl verði breytt í mosku. Ægisif er einn vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og hefur verið höfuðvígi bæði rétttrúnaðarmanna og Tyrkjaveldis í gegnum aldirnar. Niðurstöðu er að vænta síðar í þessum mánuði. Metropolitan Hilarion, formaður samskiptasvið rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu varar við því að „snúið verði aftur til miðalda“ með því að breyta Ægisif í mosku. Kirkjan átti sig ekki á hvaða hvati liggi að baki og telji að innanlandspólitík ráði ferðinni. „Við teljum að við núverandi aðstæður sé þessi aðgerð óásættanlegt brot á trúfrelsi,“ segir Hilarion, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áður hefur rétttrúnaðarkirkjan í Grikklandi og Tyrkland mótmælt hugmyndinni. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur tekið í sama streng en Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur fráboðið sér það sem hann telur erlend afskipti af fullveldi Tyrklands. Trúmál Tyrkland Rússland Tengdar fréttir Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2. júlí 2020 10:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands liggur nú undir feldi vegna kröfu um að þessu helsta kennileiti Istanbúl verði breytt í mosku. Ægisif er einn vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og hefur verið höfuðvígi bæði rétttrúnaðarmanna og Tyrkjaveldis í gegnum aldirnar. Niðurstöðu er að vænta síðar í þessum mánuði. Metropolitan Hilarion, formaður samskiptasvið rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu varar við því að „snúið verði aftur til miðalda“ með því að breyta Ægisif í mosku. Kirkjan átti sig ekki á hvaða hvati liggi að baki og telji að innanlandspólitík ráði ferðinni. „Við teljum að við núverandi aðstæður sé þessi aðgerð óásættanlegt brot á trúfrelsi,“ segir Hilarion, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áður hefur rétttrúnaðarkirkjan í Grikklandi og Tyrkland mótmælt hugmyndinni. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur tekið í sama streng en Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur fráboðið sér það sem hann telur erlend afskipti af fullveldi Tyrklands.
Trúmál Tyrkland Rússland Tengdar fréttir Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2. júlí 2020 10:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2. júlí 2020 10:22