Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 10:24 Mynd af Khashoggi fyrir utan ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem hann var myrtur. Vísir/EPA Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur. Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur.
Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent