Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkvilisstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku, þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust, var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. „Við vorum að fara í gegnum málið, fengum slökkviliðsstjóra hingað til okkar bara til þess að fara í gegnum hvernig þetta gekk allt saman, hvað við viljum endurskoða, nú á að gera rannsókn hjá Mannvirkjastofnun. Við viljum bara styðja við að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að passa upp á að regluverkið og eftirlitsumhverfið sé bara gott,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Eru einhverjar vísbendingar um að einhver misbrestur hafi orðið á því eftirlitshlutverki sem borgin eða starfsfólk hennar átti að gegna? „Ekki svo við þekkjum til og við kannski fórum ekki beint ofan í það. Við bara viljum styðja við það að umhverfið, sem snýr annars vegar að atvinnuhúsnæði og hins vegar að íbúðarhúsnæði, að það sé horft á það í samfellu og við viljum bara líka vakta það, er eitthvað sem við getum gert betur? Við viljum svo sannarlega styðja við eftirlitsaðilana hvað það varðar,“ svarar Þórdís Lóa. Þurfi góða endurskoðun á löggjöfinni Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu kom á fund borgarráðs í dag en hann hefur að undanförnu farið yfir stöðu mála með fulltrúum sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Aðspurður segir hann að meira þurfi til en einstaka átaksverkefni í brunavörnum. „Ég vona að eftir þennan bruna, eftir þennan hörmulega atburð, notum við ekki orðið átak. Því að það þarf í rauninni að gera dálítið góða endurskoðun á löggjöfinni og í rauninni gera þetta dálítið straumlínulaga því að löggjöfin í dag er dálítill bútasaumur. Það þarf tengingar á milli lagabálka og úrræða þannig að ég bind miklar vonir við það,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Slökkvilismaður að störfum á vettvangi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Hann segir að frá því að eldsvoðinn varð í síðustu viku og í kjölfar umræðunnar sem skapaðist í kjölfarið hafi slökkviliðinu borist ábendingar um atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar sem óttast er að aðbúnaði sé ábótavant. „Við höfum verið að fá núna töluvert af ábendingum í gegnum ábendingahnapp sem er á heimasíðunni okkar og við erum bara afskaplega þakklát fyrir það og vonum að menn bara haldi áfram, þannig að já, fjöldinn hefur verið að rísa,“ segir Jón Viðar. Er eitthvað þar sem hefur leitt til þess að ástæða hefur þótt til að grípa til einhvers konar aðgerða? „Þetta kom eiginlega bara og heltist yfir okkur þannig að við erum ekki búin að rýna. Sumt af þessu kannski er eitthvað sem við þekkjum, annað ekki. Þannig að við erum að vinna í því núna að flokka og greina.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu