Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 21:00 Frá undirritun viljayfirlýsingar. AKRANESKAUPSTAÐUR Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum. Akranes Nýsköpun Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum.
Akranes Nýsköpun Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði