Gaf út plötu á föstudaginn og fór til FH í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 11:06 Logi fagnar eftir að Víkingur varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fyrra. Logi er nú farinn til FH og leikur með liðinu, allavega út tímabilið. vísir/vilhelm Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28