Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:14 Einar Hermannsson, nýkjörinn formaður SÁÁ. sAMSETT Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“ Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“
Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23
Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45