Skoðun

Hvers vegna þessi ósannindi?

Olga Kristrún Ingólfsdóttir skrifar

Framundan eru kosningar til stjórnar SÁÁ. Tveir listar í framboði. Hart er sætt að Þórarni Tyrfingssyni, sem gefur kost á sér til formanns. Ekki þarf að tíunda hér hve Þórarinn á mikinn þátt í því öfluga starfi sem SÁÁ hefur unnið, allt frá 1980.

Dapurt er að lesa eða hlusta á þá sem nú níða Þórarinn í aðdraganda aðalfundar SÁÁ. Auðvitað er hann ekki fulkominn, en störf hans í þágu SÁÁ hafa átt mestan þátt í því að gera SÁÁ að öflugum meðferðarsamtökum, sem vakið hafa athygli víða í Evrópu og Ameríku.

En það virðist ekki nóg að níða skóinn af Þórarni af hálfu þeirra sem standa að formannsframboði Einars ........sonar.

Morgunblaðið tók viðtal við Sigurður Friðriksson, fyrrum stjórnarmanns í SÁÁ, þar sem hann flytur ósannindi um varðandi starfslok eiginkonu Arnþórs Jónssonar, framkvstj. SÁÁ.

Er þetta einungis sýnishorn af þeim ósannindum sem félögum í SÁÁ er birt í undanfara kosninganna?

Morgunblaðið hefur nú birt leiðréttingu á þessum fullyrðingu Sigurðar. Sigurður hefur ekki beðist afsökunar.

Hvernig væri að Sigurður bæðist afsökunar á þessum uppdiktuðu fullyrðingum sínum?

Undirritaður er stuðningsmaður Þórarins.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×