Græningjar unnu sigra í frönsku sveitarstjórnarkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 08:49 Anne Hidalgo hefur gengt embætti borgarstjóra Parísar frá árinu 2014 og mun gera það áfram. EPA Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa. Frakkland Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira