Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 21:53 Ævar Pálmi sést hér ásamt Ölmu Möller landlækni, á einum fjölmargra upplýsingafunda landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Lögreglan Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira