„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 23:25 Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Grand hótel í kvöld. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira