Umræða um stóra gervigrasmálið: Meiddist alvarlega þrisvar og í öll skiptin á gervigrasi Ísak Hallmundarson skrifar 27. júní 2020 08:00 ,,Ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs, sem lítur út fyrir að hafi verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er með ónýtt hné. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að blóta í sand og ösku heillengi og algjörlega óþolandi að spila hér inni. Bæði við og Vængirnir vildum spila á KR-vellinum en samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki, þannig ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar Kristinsson um hið umdeilda gervigras í Egilshöll eftir leik KR og Vængja Júpíters í Mjólkurbikarnum. Málið var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöldi. Gunnar Þór Gunnarsson í KR meiddist alvarlega í leiknum og er talið líklegt að meiðslin hafi endað knattspyrnuferil hans. Máni Pétursson veltir fyrir sér hvort að menn séu að spila á vitlausum skóm á gervigrasvöllum: ,,Það er minni slysahætta á gervigrasi heldur en almennilegum grasvelli, rannsóknir sýna það. En ég velti fyrir mér, margir eru að meiðast á gervigrasi og þá má velta fyrir sér hvort menn séu að spila bara á vitlausum skóm á þessu gervigrasi. Það eru til sérstakir gervigrasskór sem maður á að spila á. Ég ætla ekki að segja að Gunnar hafi verið á vitlausum skóm eða einhver annar, þetta getur líka hafa verið algjör óheppni.“ Hjörvar Hafliðason er ekki hrifinn af gervigrasvöllum á Íslandi og segist hafa meiðst þrisvar sinnum alvarlega á sínum ferli og í öll skiptin hafi það gerst á gervigrasi. ,,Einu sinni í handónýtri höll í Keflavík árið 2001, svo í Egilshöll árið 2003 og svo á handónýtu gervigrasi KR-inga árið 2007. Þetta eru einu skiptin sem það hefur komið eitthvað fyrir mig,“ sagði Hjörvar. Eins og kom fram í viðtali við Rúnar vildu bæði liðin frekar spila leikinn á heimavelli KR. ,,Það sem mér finnst alveg ótrúlegt atriði, fyrst bæði lið vildu færa leikinn, af hverju var ekki hægt að gera það? Ég bara næ því ekki,“ sagði Máni. KR Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
,,Ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs, sem lítur út fyrir að hafi verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er með ónýtt hné. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að blóta í sand og ösku heillengi og algjörlega óþolandi að spila hér inni. Bæði við og Vængirnir vildum spila á KR-vellinum en samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki, þannig ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar Kristinsson um hið umdeilda gervigras í Egilshöll eftir leik KR og Vængja Júpíters í Mjólkurbikarnum. Málið var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöldi. Gunnar Þór Gunnarsson í KR meiddist alvarlega í leiknum og er talið líklegt að meiðslin hafi endað knattspyrnuferil hans. Máni Pétursson veltir fyrir sér hvort að menn séu að spila á vitlausum skóm á gervigrasvöllum: ,,Það er minni slysahætta á gervigrasi heldur en almennilegum grasvelli, rannsóknir sýna það. En ég velti fyrir mér, margir eru að meiðast á gervigrasi og þá má velta fyrir sér hvort menn séu að spila bara á vitlausum skóm á þessu gervigrasi. Það eru til sérstakir gervigrasskór sem maður á að spila á. Ég ætla ekki að segja að Gunnar hafi verið á vitlausum skóm eða einhver annar, þetta getur líka hafa verið algjör óheppni.“ Hjörvar Hafliðason er ekki hrifinn af gervigrasvöllum á Íslandi og segist hafa meiðst þrisvar sinnum alvarlega á sínum ferli og í öll skiptin hafi það gerst á gervigrasi. ,,Einu sinni í handónýtri höll í Keflavík árið 2001, svo í Egilshöll árið 2003 og svo á handónýtu gervigrasi KR-inga árið 2007. Þetta eru einu skiptin sem það hefur komið eitthvað fyrir mig,“ sagði Hjörvar. Eins og kom fram í viðtali við Rúnar vildu bæði liðin frekar spila leikinn á heimavelli KR. ,,Það sem mér finnst alveg ótrúlegt atriði, fyrst bæði lið vildu færa leikinn, af hverju var ekki hægt að gera það? Ég bara næ því ekki,“ sagði Máni.
KR Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira