Engar fjöldatakmarkanir í gildi þegar kemur að skráningu lögheimilis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 23:30 Engin lög eru í gildi sem segja til um að aðeins ákveðinn fjöldi einstaklinga megi vera skráður til lögheimilis á einum stað. Vísir/Hanna Margar spurningar hafa vaknað upp um lög er varða lögheimili eftir að í ljós kom að 73 einstaklingar voru skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis í gær. Nýlega tóku ný lög um lögheimili gildi og kveða þau á um að einstaklingar þurfi að vera skráðir til lögheimilis á tiltekna íbúð eða sérbýli. Margrét Hauksdóttir hjá Þjóðskrá ræddi skráningu lögheimila í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er fyrst núna um áramótin sem ákvæði taka gildi þar sem einstaklingur skal vera skráður á tiltekna íbúð, tiltekið sérbýli, þannig að við sjáum að þarna sé eingöngu um eina íbúð að ræða. 88% Íslendinga eru þá skráðir núna á tiltekna íbúð eða sérbýli,“ segir Margrét. Hún segir að engar fjöldatakmarkanir hafi verið settar í lögin þegar kemur að skráningu lögheimilis. „Þegar ný lög um þetta voru sett var ekki sett í lög að það skyldi gera einhverja takmörkun á fjölda einstaklinga til lögheimilis í tilteknu húsnæði. Við sjáum fjöldann betur núna og þar sem Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með lögum um lögheimili og aðsetur þá höfum við að okkar eigin frumkvæði skoðað þar sem við sjáum að mikill fjöldi einstaklinga er skráður á tiltekna íbúð eða sérbýli og í rauninni sett kerfisbundin athugun af stað og leitum þá upplýsinga hjá húseiganda hverjir eru sannarlega búsettir í húsnæðinu.“ Þessi vinna fór af stað eftir að ákvæði tók gildi um að einstaklingar skyldu skráðir í tiltekna íbúð. Áður segir hún það bara hafa verið götuheiti og númer þannig að þegar um fjölbýlishús var að ræða var ekki hægt að vita með vissu í hvaða íbúð einstaklingar væru í raun til lögheimilis í. Það liggi nú fyrir. Alls 188 skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1 frá 2007 „Við erum að vinna okkur niður í þessum fjölda og erum eingöngu að skoða tilvik þar sem um er að ræða fleiri en hundrað,“ segir Margrét. Hún segir ekki mikið um það en unnið sé með tilvikin þegar þau koma upp. „Ég get sagt ykkur það að varðandi þessa húseign þá hafa 188 verið skráðir til lögheimilis frá árinu 2007, 115 eru brottfluttir og enn þá eru 73 skráðir til lögheimilis.“ „Þetta er eitt af þeim tilvikum sem við höfum tekið til skoðunar en við vorum bara að einbeita okkur að hærri fjölda fyrst.“ Hún segir engar reglur til staðar sem segja til um það hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á tilteknum fermetrafjölda. „Nú erum við að fá reynslu af nýjum lögheimilislögum og í ljósi þeirrar reynslu verða náttúrulega skoðaðar umbætur.“ Hún segist þeirrar skoðunar að taka eigi það til skoðunar hvort breyta eigi lögum þannig að sagt sé til um hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á hverjum stað. „Það þarf að greina það, kosti og galla og líka það að skoða hvernig nágrannalöndin haga svona skráningum. Ég held það séu takmörk þar við fjölda skráninga í tiltekið húsnæði.“ Lögin voru þannig að hægt var að skrá sig til lögheimilis hvar sem var og það var eigandans að kvarta undan því. Margrét segir að þeim lögum hafi verið breytt. „Þannig er að þegar einstaklingur skráir sig til lögheimilis í húsnæði sem hann er ekki sjálfur eigandi að þá fær eigandi tilkynningu um slíka skráningu í pósthólfið sitt á Ísland.is.“ Mótmæli eigandi húsnæðisins nýrri lögheimilsskráningu er farið strax í að kanna hvað standi þar að baki. Margrét segir að það sé yfirleitt leyst úr slíkum málum með því að afskrá lögheimilið af tilteknu húsnæði en hvert tilvik sé þó skoðað fyrir sig. Hægt er að hlusta á viðtalið við Margréti í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík síðdegis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. 26. júní 2020 17:13 Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. 26. júní 2020 15:30 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Sjá meira
Margar spurningar hafa vaknað upp um lög er varða lögheimili eftir að í ljós kom að 73 einstaklingar voru skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis í gær. Nýlega tóku ný lög um lögheimili gildi og kveða þau á um að einstaklingar þurfi að vera skráðir til lögheimilis á tiltekna íbúð eða sérbýli. Margrét Hauksdóttir hjá Þjóðskrá ræddi skráningu lögheimila í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er fyrst núna um áramótin sem ákvæði taka gildi þar sem einstaklingur skal vera skráður á tiltekna íbúð, tiltekið sérbýli, þannig að við sjáum að þarna sé eingöngu um eina íbúð að ræða. 88% Íslendinga eru þá skráðir núna á tiltekna íbúð eða sérbýli,“ segir Margrét. Hún segir að engar fjöldatakmarkanir hafi verið settar í lögin þegar kemur að skráningu lögheimilis. „Þegar ný lög um þetta voru sett var ekki sett í lög að það skyldi gera einhverja takmörkun á fjölda einstaklinga til lögheimilis í tilteknu húsnæði. Við sjáum fjöldann betur núna og þar sem Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með lögum um lögheimili og aðsetur þá höfum við að okkar eigin frumkvæði skoðað þar sem við sjáum að mikill fjöldi einstaklinga er skráður á tiltekna íbúð eða sérbýli og í rauninni sett kerfisbundin athugun af stað og leitum þá upplýsinga hjá húseiganda hverjir eru sannarlega búsettir í húsnæðinu.“ Þessi vinna fór af stað eftir að ákvæði tók gildi um að einstaklingar skyldu skráðir í tiltekna íbúð. Áður segir hún það bara hafa verið götuheiti og númer þannig að þegar um fjölbýlishús var að ræða var ekki hægt að vita með vissu í hvaða íbúð einstaklingar væru í raun til lögheimilis í. Það liggi nú fyrir. Alls 188 skráðir til lögheimilis að Bræðraborgarstíg 1 frá 2007 „Við erum að vinna okkur niður í þessum fjölda og erum eingöngu að skoða tilvik þar sem um er að ræða fleiri en hundrað,“ segir Margrét. Hún segir ekki mikið um það en unnið sé með tilvikin þegar þau koma upp. „Ég get sagt ykkur það að varðandi þessa húseign þá hafa 188 verið skráðir til lögheimilis frá árinu 2007, 115 eru brottfluttir og enn þá eru 73 skráðir til lögheimilis.“ „Þetta er eitt af þeim tilvikum sem við höfum tekið til skoðunar en við vorum bara að einbeita okkur að hærri fjölda fyrst.“ Hún segir engar reglur til staðar sem segja til um það hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á tilteknum fermetrafjölda. „Nú erum við að fá reynslu af nýjum lögheimilislögum og í ljósi þeirrar reynslu verða náttúrulega skoðaðar umbætur.“ Hún segist þeirrar skoðunar að taka eigi það til skoðunar hvort breyta eigi lögum þannig að sagt sé til um hve margir megi vera skráðir til lögheimilis á hverjum stað. „Það þarf að greina það, kosti og galla og líka það að skoða hvernig nágrannalöndin haga svona skráningum. Ég held það séu takmörk þar við fjölda skráninga í tiltekið húsnæði.“ Lögin voru þannig að hægt var að skrá sig til lögheimilis hvar sem var og það var eigandans að kvarta undan því. Margrét segir að þeim lögum hafi verið breytt. „Þannig er að þegar einstaklingur skráir sig til lögheimilis í húsnæði sem hann er ekki sjálfur eigandi að þá fær eigandi tilkynningu um slíka skráningu í pósthólfið sitt á Ísland.is.“ Mótmæli eigandi húsnæðisins nýrri lögheimilsskráningu er farið strax í að kanna hvað standi þar að baki. Margrét segir að það sé yfirleitt leyst úr slíkum málum með því að afskrá lögheimilið af tilteknu húsnæði en hvert tilvik sé þó skoðað fyrir sig. Hægt er að hlusta á viðtalið við Margréti í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík síðdegis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. 26. júní 2020 17:13 Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. 26. júní 2020 15:30 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. 26. júní 2020 17:13
Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. 26. júní 2020 15:30
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16