Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 12:04 Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/ANATOLY MALTSEV Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á. Rússland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á.
Rússland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira